Nominations Is The New Thang

GHOSTIGITAL is a very happy creature today :)
We got nominated in 3 catagories for THE ICELANDIC MUSIC AWARDS. The awards ceremony will be held early year 2007. Our category is Other Music, or something inventive like that! Stay tuned.
IN COD WE TRUST – “Record of the Year”
NOT CLEAN – “Song of the Year”.
NORTHERN LIGHTS – “Video of the Year”.
This is the video to Northern Lights
We are also playing an all-ages concert next saturday in Reykjavík.
Ghost_web.jpg
Nei góðan daginn vinir,
mikið hresstist Ghostigital við að sjá tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna, og hvað Bo og Bu voru „áberandi“ samkvæmt Fréttablaðinu.
Lay Low með 4 og Pétur Ben með 3. Bo og Bu með 2.
Við hresstumst enn við þegar við töldum okkar tilnefningar því að við vorum ekki með eina, ekki tvær, heldur þrjár: já 3. Þetta er hreint ótrúlegt og næstum því óteljandi!
Tilnefningar í Ýmis Tónlist sem komu í okkar hlut eru:
Hljómplata ársins: In Cod We Trust
Lag ársins:Not Clean
Myndband ársins:Northern Lights
Her er myndbandið við Northern Lights.
Þetta er rosalegt, og eina sem okkur kemur í hug er hvað það væri gott að fá heimsfrið líka.
Og tónleikar í Liborius.
Ævinlega sæl!
Ghostigital
og hér er smá:
Ekki málið hvaða aldri þú hefur náð…
Við í Ghostigital erum að spila í fatabúðinni Liborius næsta laugardag.
Liborus er í Mýrargötu, ská á móti Hamborgarabúllunni, beint á móti Slippnum, og næstu því við hliðina á hvar ég, Einar Örn, ólst upp! :)
Þetta er einu aldurstakmarks-lausu tónleikarnir sem að við við höfum spilað í Reykjavík þannig að endilega látið vini ykkar vita og mætið sjálf.
Tónleikarnir byrja stundvíslega klukkan 17:00 og eru um hálftíma langir og það er ókeypis inn.