ghostoptic


Tónleikar á Grand Rokk fimmtudag 18.sept 2003
optic by thEghost
Powered by Hex BlogPhone

Tónleikarnir verða á fimmtudaginn, og hér er fréttatilkynning sem kom frá Undirtónum.
Datt í hug að bæta og breyta því sem ég kann skil á…
Stefnumót Undirtóna í samvinnu við Rás 2 hefjast á fimmtudaginn næstkomandi, 18. september á Grand Rokk. Það kvöldið munu Einar Örn og Worm is Green koma fram, en Einar Örn hefur undanfarið unnið að plötunni Ghostigital með Bibba Curver,
[að vísu er langt síðan við kláruðum hana, við erum bara svona seinir að koma henni frá okkur. þykir vænt um hana. Það er smekkleysa og honest jon sem gefa út. honest jon gaf út fyrst Mali plötu Damons Albarns, og næst Terry Hall/Mushtaq, síðan okkur drengina ]
Einar Örn spilaði á Gauknum ásamt fríðu föruneyti fyrir hálfum mánuði síðan og kynnti fólkið fyrir nýju afurð sinni. Er óhætt að segja að tónleikarnir hafi komið skemmtilega á óvart og ljóst þykir að Einar Örn er ekki dauður úr öllum æðum enn, þvert á móti.
[auðvitað ekki, enginn ástæða að syrgja kauða strax er það eina sem ég get sagt. hef engann áhuga að ríða dauðum hestum]
Worm is Green er rafsveit frá Akranesi sem gaf út sína fyrstu plötu nýverið hjá Thule útgáfunni. Platan, Automagic, hefur víða fengið afbragðsdóma og hefur cover-útgáfa þeirra á laginu Love Will Tear Us Apart eftir Joy Division fengið mikla spilun í útvarpi og ekki að ástæðulausu, enda stök snilld þar á ferð. 
Stefnumótin verða svo alltaf á ferðinni á Grand Rokk, annan hvern fimmtudag og er óhætt að lofa glæsilegri dagskrá í allan vetur. Það kostar 500 kall inn og það er 20 ára aldurstakmark.