Reykjavital in Reykjavik

Next cue is Reykjavik on the 21. August, the Cultural Night, we will be playing a 10hour concert at the Reykjavik Municipal Museum. We are extending our invite to a number of musicians to join us during these 10 hours. Why not one an hour. The full list will be published here. So if you are in Reykjavik, come and see.

words by (][)
th Eghost

Hugmyndin er að halda 10 tíma tónleika í fjölnotasal Listasafns Reykjavíkur sem standa frá 13.00 til 23.00 þegar Menningarnótt lýkur. Salurinn verður notaður þannig að áhorfendur munu einungis getað séð tónleikana ofanfrá af svölum sem eru við hliðar og enda salarins. Ofan úr loftinu verður varpað niður í ‘pyttinn’ MMS myndum af Reykjavík og bæjarlífinu sem fólk sendir í gegnum Og Vodafone auk þess sem hljóðbútar sendir með MMS-skilaboðum verða notaðir við tónleikana.

Í rauninni gengur verkið út á samskipti og mismunandi nálgun fólks á umhverfi sitt, að þessu sinni borgarlífinu þar sem Menningarnótt er haldin í tengslum við afmæli Reykjavíkurborgar. Til að fara lengra með samskiptahlið verksins ákváðum við að boða til leiks fjölmarga af listamönnum bæjarins til að spila með okkur í kringum það sem við spinnum úr MMS-skilaboðunum sem til okkar berst.
Opið er fyrir allar gerðir tónlistar og munu gestir koma úr flest öllum geirum allt frá léttum djassi til þungsrokk.
Til að allir hafi nægt svigrúm til síns innleggs, bæði vegna fjölda listamanna á staðnum og annarra verkefna (en eins og flestir vita eru tónlistarmenn bæjarins á miklu ysi og þysi á þessum degi) vildum við hafa rúmann og afslappaðan tímaramma.
Nánari dagskrá á næstunni.